Næturlokun Hvalfjarðarganga og Suðurlandsvegar við Rauðavatn
Vegna malbikunarframkvæmda verður Hvalfjarðargöngum og Suðurlandsvegi við Rauðavatn lokað aðfaranótt þriðjudagsins 15. júlí. Hvalfjarðargöngin verða einnig lokuð næstu nótt frá þriðjudagskvöldi til miðvikudagsmorguns 16. júlí.
HHvalfjarðargöngum verður lokað vegna malbikunarframkvæmda aðfaranótt þriðjudags og miðvikudags.
Malbika á hringtorg við Almannadal. Framkvæmdirnar munu standa frá 20:00 mánudaginn 14. júlí til klukkan 8:00 þriðjudagsmorguninn 15. júlí. Suðurlandsveginum verður lokað í báðar áttir á milli Rauðavatns og gatnamóta við Nesjavallaleið, einnig verða lokanir við Heiðmerkurveg, Hólmsá og Hólmsheiðarveg. Hjáleið verður um Hafravatnsveg.
Upplýsingaskilti verða sett upp og hjáleiðir vel merktar en vaktmenn verða við lokunarpósta til að leiðbeina ökumönnum.
Hjáleið verður um Hafravatnsveg.
Malbika á hringtorg við Akrafjallsveg norðan megin við Hvalfjarðargöng og um 500 m kafla niður að göngunum í báðar áttir. Framkvæmdirnar munu standa frá klukkan 20:00 mánudaginn 14. júlí til klukkan 7:00 þriðjudagsmorgun 15. júlí. Hvalfjarðargöngum verður lokað í báðar áttir en hjáleið verður um Hvalfjörðinn.
Hvalfjarðargöngum verður lokað aftur þriðjudagskvöldið 15. júlí klukkan 20:00 til 7:00 miðvikudagsmorguninn 16. júlí vegna malbikunar á sama kafla.
Upplýsingaskilti verða sett upp og hjáleiðir vel merktar en vaktmenn verða við lokunarpósta til að leiðbeina ökumönnum.
Vegfarendur eru beðnir um að aka gætilega, virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Hjáleið verður um Hvalfjörð.