Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum – fyrirhugaðar lokanir vegna viðhalds
Viðhaldsvinna hefst á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði (vegnúmer 1) þann 18. ágúst næstkomandi. Á meðan vinnan stendur yfir verður brúin að mestu lokuð en umferð verður leyfð yfir brúna á fyrirfram ákveðnum tímum, fjórum sinnum á dag. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar standi yfir í 1-2 vikur.
Unnið verður alla virka daga frá klukkan 8:00 á morgnana til klukkan 19:00 á kvöldin. Opið verður fyrir umferð yfir brúna á eftirfarandi tímum dags:
09:45 – 10:15
12:00 – 13:00
14:45 – 15:15
16:45 – 17:15
Brúin verður einnig opin fyrir umferð frá kl. 19:00 að kvöldi til 08:00 að morgni næsta dags.
Lokanir ættu ekki að hafa mikil áhrif á neyðarflutninga þar sem unnt verður að opna fyrir umferð um brúna með skömmu fyrirvara ef aðstæður krefjast.
Upplýsingaskilti með leiðbeiningum og merkingum verða sett upp við brúna.
Vegagerðin hvetur vegfarendur til að sýna þolinmæði, fylgja merkingum og virða fyrirmæli á svæðinu.
Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum.
Frá Jökulsá á Fjöllum.