Vinstri beygjur við Bústaðaveg-Reykjanesbraut lokaðar í kvöld
Uppfæra á stýrikassa við umferðarljósin við Bústaðaveg – Reykjanesbraut í kvöld, þriðjudaginn 9. desember. Af þeim sökum verður lokað fyrir vinstri beygjur frá klukkan 22:00 í kvöld og fram á nótt, eða eins lengi og þessi vinna stendur yfir.
Um er að ræða vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut og einnig vinstri beygju frá Reykjanesbraut inn á Bústaðaveg. Vonast er til að uppfærslan gangi hratt og vel fyrir sig. Opnað verður fyrir umferð á ný þegar henni er lokið.

Stýrikassi við umferðarljós verður uppfærður. Mynd/Borgarvefsjá