27. janúar 2026
Horf­um fram á veginn – ráðstefna um verk­efna­stýr­ingu stór­fram­kvæmda og viðhalds

Horfum fram á veginn – ráðstefna um verkefnastýringu stórframkvæmda og viðhalds

Vegagerðin stendur fyrir ráðstefnu um verkefnastýringu stórframkvæmda og viðhalds þann 15. apríl næstkomandi á Grand Hótel Reykjavík.

Horfum fram á veginn - ráðstefna Vegagerðarinnar um verkefnastýringu stórframkvæmda og viðhalds verður haldin 15. apríl 2026.

Horfum fram á veginn - ráðstefna Vegagerðarinnar um verkefnastýringu stórframkvæmda og viðhalds verður haldin 15. apríl 2026.

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að einni stærstu áskoruninni í innviðauppbyggingu á Íslandi, hvernig Vegagerðin tekst á við innviðaskuld, skipulagningu, stýringu og forgangsröðun framkvæmda og viðhalds á skilvirkan og sjálfbæran hátt. Fjallað verður um verkefnastýringu og hvernig Vegagerðin vinnur markvisst að því að bæta og auka hana til þess m.a. að tryggja að áætlanir standist sem best.

Innlendir og erlendir sérfræðingar halda erindi þar sem farið verður yfir áherslu á þróun verklags, nýtingu á tækni og verkefnastýringu. Meðal fyrirlesara er Michael Ebbesen, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs hjá dönsku Vegagerðinni. Hann greinir frá því hvernig danska Vegagerðin vann á mikilli uppsafnaðri innviðskuld með áhrifaríkum hætti.

Með ráðstefnunni er markmiðið að skapa vettvang fyrir faglegt samtal, sameiginlega sýn og betri ákvarðanatöku í opinberum framkvæmdum.

Ráðstefnan er ætluð öllum áhugasömum um uppbyggingu samgönguinnviða. Hún verður haldin á í salnum Háteigi á 7. hæð á Grand Hótel Reykjavík, 15. apríl 2026.

  • Takið deginn frá. Nánari upplýsingar og dagskrá koma síðar

Hægt er að skrá sig nú þegar: Skráningarhlekkur

Upplýsingar um ráðstefnu Vegagerðarinnar: Horfum fram á veginn.

Upplýsingar um ráðstefnu Vegagerðarinnar: Horfum fram á veginn.