Sérfræð­ingur í veghönn­un

  • StarfssvæðiHöfuðborgarsvæðið
  • Tegund starfsSérfræðistörf
  • Starfshlutfall100%
  • Umsóknarfrestur10. febrúar 2026

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í veghönnun á hönnunardeild Vegagerðarinnar. Starfsstöð getur verið í Garðabæ eða á Akureyri. Vegagerðin gegnir lykilhlutverki í þróun, skipulagi, hönnun, framkvæmd og rekstri samgöngumannvirkja um land allt.

Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni víðs vegar um landið, þar sem tækifæri gefast til að hafa áhrif á uppbyggingu samgöngukerfisins. Leitað er að einstaklingi með þekkingu og reynslu á sviði veghönnunar, farsæla reynslu af verkefnastjórn og áhuga á að þróa samgöngukerfi til framtíðar.

Helstu verkefni

  • Verkefnis- og hönnunarstjórn  
  • Veghönnun
  • Umsjón með kaupum á ráðgjöf 
  • Samstarf þvert á önnur svið, deildir og svæði Vegagerðarinnar
  • Gerð leiðbeininga um hönnun og undirbúning 

Hæfniskröfur

  • Verk- eða tæknifræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af hönnun vega æskileg
  • Reynsla af verkefnastjórn æskileg
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu 
  • Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni 
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og faglegur metnaður
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli, kunnátta í norðurlandamáli kostur

Frekar upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkfræðingafélag Íslands hafa gert.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir, auk afrita af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. 

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 370 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið

Nánari upplýsingar veitir

Margrét Silja Þorkelsdóttir
forstöðumaður hönnunardeildar

margret.s.thorkelsdottir
@vegagerdin.is