Vegagerðin framleiðir og varðveitir margvísleg gögn tengd vegum, færð, umhverfi og ástandi vega. Íslenska ríkið er eigandi að öllum réttindum sem Vegagerðin hefur öðlast og gætir stofnunin hagsmuna ríkisins á sviði höfunda- og afnotaréttar á öllu því efni sem hún hefur eignast, unnið eða gefið út í sambandi við mælingar, kort eða myndir af Íslandi. Frá og með 23. janúar 2013 eru öll þessi gögn án endurgjalds en vegna höfundaréttar gilda um þau höfundalög nr. 73/1972 með síðari breytingum.
Snjómokstursleiðir eru fyrirfram skilgreindar leiðir á milli ákveðinna staða. Vegagerðin gefur út upplýsingar um færð á þessum leiðum. Hver leið hefur ákveðið þjónustustig og snjómokstursreglu.
Í þessari þjónustu eru hnitaðar snjómokstursleiðir sem hægt er að tengja við færðarupplýsingar með eigindinni IDBUTUR. Til að hægt sé að tengja saman færð og snjómokstursleiðir þarf alltaf að vera með nýjustu útgáfuna af snjómokstursleiðum. Hægt er að athuga aldur leiðar með því að skoða útgáfudagsetningu. Snjómokstursleiðir eru uppfærðar að jafnaði 4-6 sinnum á ári. Í þjónustunni eru einnig upplýsingar um þjónustustig og snjómokstursreglur.