Hraðavaraskilti eru notuð víða um land til þess að hægja á umferð, draga úr hraðakstri og þar með auka öryggi vegfaranda. Skiltin sýna hraðann sem ökutæki eru á þegar þeir keyra fram hjá og ef þeir fara hraðar en hámarkshraði leyfir þá blikkar skiltið. Árið 2021 var níu nýjum slíkum skiltum komið upp á Norðursvæði Vegagerðarinnar.
Markmið þessarar skýrslu er að rannsaka áhrif þriggja þessara skilta á umferðarhraða. Til þess að meta áhrif skiltanna var safnað saman hraða mælingum frá skiltunum. Þær voru bæði frá því þegar það var kveikt og þegar var slökkt á þeim og þannig voru mælingar bornar saman. Hraðavaraskiltin sem eru til rannsóknar eru staðsett í Varmahlíð, Grenivík og Þórshöfn. Þá er tekið tillit til mismunandi aðstæðna á milli staða og metið hvaða aðrir þættir geti haft áhrif á niðurstöður. Höfundar skýrslunnar bera ábyrgð á innihaldi hennar. Niðurstöður hennar ber ekki að túlka sem yfirlýsta stefnu Vegagerðarinnar eða álit þeirra stofnana eða fyrirtækja sem höfundar starfa hjá.
COWI Ísland ehf.
Áhrif hraðavaraskilta á Norðursvæði Vegagerðarinnar