PDF · 27. apríl 2012
Mælingar á styrk NaCl á snjómokst­ursleið­um

Í þessari áfangaskýrslu er gerð grein fyrir stöðu verkefnisins vorið 2012.

Verkefnið gengur út á það að bæta ákvörðunarferli í hálkuvörnum. Þetta verður gert með því að prófa og innleiða aðferðir við mælingar, úrvinnslu og samtengingu á þeim áhrifaþáttum sem koma við sögu í hálkuvörnum vega, svo sem saltstyrk og vætustig á vegi, veghita og veðurspár. Verkefnið tengist norrænu samstarfsverkefni NordFoU „Modelling of residual salt“, MORS, þar sem unnið verður að líkani fyrir endingu hálkusalts á vegi.

Um mitt ár 2011 var ákveðið að Vegagerðin tæki þátt í NordFoU verkefninu „Modelling of residual salt“, MORS, og að sú þátttaka væri tengd þessu verkefni. Markmið MORS eru að útbúa líkan fyrir endingu hálkuvarnaraðgerða, sem unnt verður að nota samhliða öðrum aðferðum og föstum nemum í vegyfirborði til aðstoðar við stjórnun hálkuvarnaraðgerða.

Mælingar á styrk NaCl á snjómokstursleiðum
Höfundur

Skúli Þórðarson, Vegsýn

Skrá

maeling_nacl_snjomokstursleidum.pdf

Sækja skrá

Mælingar á styrk NaCl á snjómokstursleiðum