PDF · Útgáfa Verknúmer 118940
Ungir ökumenn: Rann­sókn á akst­urshegð­un karla og kvenna

Þessi skýrsla var unnin fyrir hönd Rannsóknarráðs umferðaröryggismála (RANNUM).

Í þessari rannsókn er leitast við að skoða aksturshegðun ungmenna, reynslu af umferðinni, áhættuhegðun og viðhorf til umferðarmenningar. Annars vegar er leitast við að kortleggja reynslu ungmenna af akstri og viðhorf þeirra til aksturs og hins vegar að skoða umferðarslys og þætti sem geta haft áhrif þar á. Um þrenns konar gögn er að ræða. Í fyrsta lagi er um að ræða upplýsingar úr umferðarmælingum sem gerðar voru sumarið 2003. Þar var aksturshraði ökutækja á höfuðborgarsvæðinu mældur og hraði og kyn ökumanns skráð. Haustið 2003 voru síðan spurningalistar, þar sem spurt var út í reynslu af umferðinni, viðhorf og áhættuhegðun, lagðir fyrir nemendur í framhaldsskólum og í Háskóla Íslands.

Það er ljóst að hægt er að skýra áhættuhegðun í umferð (risky driving behaviour) út frá fleiri þáttum en einum. Þrátt fyrir að í sumum rannsóknum sé einblínt á einn þátt þá er í öðrum reynt að taka tillit til fleiri þátta. Ulleberg og Rundmo (2003) nota til dæmis mælingar á persónuleika og félagsskilningi til að skýra áhættuhegðun í umferð og vísa í niðurstöður Sabeys og Taylors frá 1980 um að mannlegi þátturinn (human factor) skýri um 95% af öllum slysum. Rannsóknir í hugfræði hafa leitast við að skýra hvers vegna munur er á áhættuhegðun ökumanna út frá athygli og vinnslu upplýsinga á meðan rannsóknir í persónuleikasálfræði hafa skýrt áhættuhegðun út frá persónueinkennum (traits). Það er því ljóst að ef búa á til réttmætt spálíkan fyrir líkur á að lenda í bílslysi þá þarf ekki aðeins að taka tillit til þessara beggja þátta heldur einnig fleiri sem kunna að hafa áhrif á sambandið.

Ungir ökumenn
Höfundur

Haukur Freyr Gylfason, Rannveig Þórisdóttir, Marius Peersen

Skrá

ungir-okumenn-vnr-118940.pdf

Sækja skrá

Ungir ökumenn: Rannsókn á aksturshegðun karla og kvenna