Síðasta áratuginn eða svo hefur verið mikil þróun í mælitækni og hugbúnaði við mælingar á þjöppun í vegagerð. Hugtökin samfelld þjöppunarstjórnun (CCC) Continuous Compaction Control og snjallþjöppun eða (IC) intelligengt Compaction eru notuð yfir þessi þjöppunarkerfi. Tæknin gengur út á að mælitæki í völturum mæla stífni
jarðlaga og fyllinga samhliða því sem vinnan fer fram. Mælingarnar eru festar við nákvæma staðarákvörðun og þannig er hægt að greina og rekja hvernig ákveðin svæði í vegum hafa verið þjöppuð. Verklýsingar í vegagerð á íslandi hafa ekki verið aðlagaðar að þessari tækni, en þar hefur lengi verið miðað við handvirka skráningu á þjöppun í
völtunardagbók. Sjálfur þjöppunarmælibúnaðurinn hefur verið til staðar hjá íslenskum verktökum töluvert lengur, en það er aðeins nýverið sem hægt er að tala um að þjöppunarkerfi séu komin í notkun þar sem þessum mælingum er þá kerfisbundið haldið til haga með nákvæmri staðarákvörðun. Það er aðeins nýverið sem reynt hefur verið að skrifa inn í verklýsingar í vegagerð kröfur um samfellda þjöppunarstjórnun og þar með sérstök gæðakerfi þar að lútandi. En það er ekki nóg, þrátt fyrir að kerfin séu að nokkru leyti komin vantar mikið upp á að þekking á kerfunum og virkni þeirra sé nægjanlega góð. Einnig virðast byrjunarsjúkdómar ennþá vera að hrjá þessi kerfi sem hafa verið frekar þung í meðhöndlun og krafist mikillar þekkingar á hverjum hugbúnaði fyrir sig til að ná gögnum út úr þeim. Skýrslan er áfangaskýrsla, þar sem enn á eftir að fara betur yfir greiningar á þeim gögnum sem hafa fallið til í vegagerð upp á síðkastið og skrásetja meira um reynslu verktaka af búnaðinum. Einnig þarf að prófa hugbúnað, bæði frá stórum framleiðendum á markaði en einnig hugbúnað sem er óháður þeim og er á margan hátt áhugaverður fyrir verkkaupa eins og vegagerðina. Skýrslan er því nánast sem vinnuskjal, eftir er að ganga betur frá heimildum og formlegum upplýsingum. Einnig má líta svo á að umræðukaflinn sé skrifaður nokkuð frjálslega til að kalla fram skoðanir og frekari umræður um þau atriði sem þar er drepið á.
Jón Haukur Steingrímsson
Jón Haukur Steingrímsson frá Eflu og Sigþór Guðmundsson frá Vegagerðinni
Notkun valtara með þjöppumæli og staðsetningarbúnaði í vegagerð
Steingrímsson
Steingrímsson