PDF · Útgáfa 1350-1808/Áfangaskýrsla — 19. mars 2021
Eru smektít og ættingjar óvin­ir viðloð­unar­efna? – Áfanga­skýrsla I

Í þessari rannsókn er gengið út frá því að ummyndun í sjálfu steinefninu geti haft áhrif á viðloðun steinefnis og að skaðlegar leirsteindir geti dregið verulega úr viðloðun þess. Valin hafa verið steinefni sem hafa farið í viðloðunarpróf. Markmiðið er að sjá hvort hægt er að greina skaðlegar steindir í þessum sýnum með bláma (methylene blue). Notuð verða bæði staðlað blámapróf og þunnsneiðar sem eru litaðar með bláma. Rannsóknin er á frumstigi.

Tilefni þessarar rannsóknar er að vísbendingar voru um að ákveðins misræmis gætti á milli viðloðunar og berggreiningar í nokkrum námum. Þetta ýtti undir að skoða áhrif skaðlegra steinda (kristalla) á viðloðun. Í rannsókninni er athugað hvort hentugt sé að nota metýlen bláma (methylene blue) til að meta áhrif skaðlegra steinda á viðloðun steinefna. Tilgangurinn er að finna steindir sem eru utan greiningarhæfni berggreiningar.

eru smektít og ættingjar óvinir viðloðunarefna.2021
Höfundur

Hafdís Eygló Jónsdóttir Erla María Hauksdóttir Þorbjörg Hólmgeirsdóttir

Verkefnastjóri

Birkir Hrafn Jóakimsson: Verkefnastjóri, Hafdís Eygló Jónsdóttir: tengiliður Vegagerðarinnar

Skrá

nr_1800_579_eru-smektit-og-aettingjar-ovinir-vidlodunarefna-afangaskyrsla-2021.pdf

Sækja skrá

Eru smektít og ættingjar óvinir viðloðunarefna? – Áfangaskýrsla I