Tilraunalagnir með klæðingar með bikþeytum og breyttu bindiefni hófust aftur eftir nokkurt hlé árið 2013 undir rannsóknaverkefninu Breytt bindiefni í klæðingar. Fyrsta sumarið voru lagðir stuttir bútar með bikþeytum og hefðbundnum bindiefnum, en síðan stærri lagnir, allt upp í 30 km samtals á sumri þegar mest var á síðasta ári. Árangur hefur verið nokkuð misjafn og var því ákeðið að hægja heldur á og leggja færri km, en leggja frekar áherslu á að ná enn betri tökum á bikþeytulögnum. Nálgast má
frekari upplýsingar um það sem gert hefur verið í tilraunum með breytt bindiefni í klæðingar á vef Vegagerðarinnar undir „Upplýsingar og útgáfa / Rannsóknaskýrslur“. Verkefnisstjóri rannsóknarverkefnisins „Slitlög“ er Birkir Hrafn Jóakimsson og verkefnisstjóri verkþáttarins „Klæðingar“ undir því verkefni er Jón Helgi Helgason.
Gunnar Bjarnason og Pétur Pétursson
Rannsóknarverkefni: Slitlög – klæðingar – breytt bindiefni í klæðingar – úttekt klæðinga frá 2017