PDF · febrúar 2024
Uxahryggja­vegur milli Braut­artungu og Kalda­dals­vegar, Borgar­byggð og Bláskóga­byggð skýrsla

Vegagerðin kynnir hér með ný- og endurbyggingu Uxahryggjavegar (52) og Kaldadalsvegar (550) á samtals 23 km löngum kafla í Lundarreykjadal og á Uxahryggjum í sveitarfélögunum Borgarbyggð og Bláskógabyggð. Vegirnir eru báðir hluti af grunnkerfi samgangna en núverandi vegir eru með malaryfirborði og uppfylla ekki öryggiskröfur Vegagerðarinnar. Enn fremur telst hæsti hluti Uxahryggjavegar til fjallvega og er ekki haldið opnum að vetrarlagi. Á þeim hluta vegarins er útilokað að endurbyggja núverandi veg. Innan byggðarinnar í Lundarreykjadal fylgir endurbygging að mestu núverandi vegi, en ofan byggðarinnar er sums staðar vikið frá núverandi vegi til að bæta öryggi vegarins. Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta vegasamgöngur milli Uppsveita Borgarfjarðar og Þingvalla, einkum að vetrarlagi. Þær eiga að stuðla að því að mögulegt verði að halda Uxahryggjavegi opnum yfir vetrarmánuðina nema í aftakaveðri.

Uxahryggjavegur milli Brautartungu og Kaldadalsvegar, Borgarbyggð og Bláskógabyggð skýrsla