Malbikað var á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík 16. til 18. nóvember 2022 á kafla sem enn á eftir að tvöfalda. Umferðin á þessum stað er mikil, um 18 þúsund bílar á sólarhring. Ákveðið var að hleypa umferð til Keflavíkur í gegnum vinnusvæðið en beina umferð frá Keflavík og Suðurnesjum um Krýsuvíkurleið til Reykjavíkur. Notuð var svokölluð repave aðferð við malbikunina sem oft er fljótlegri en hefðbundin malbikun og var það gert til að stytta framkvæmdatímann. Í myndbandinu er rætt við Birki Hrafn Jóakimsson forstöðumann hjá Vegagerðinni og Guðjón Viktor Guðmundsson hjá björgunarsveitinni Skyggni í Vogum. Verktaki framkvæmdanna var Loftorka Reykjavík en unnið var í samstarfi við Colas Ísland.