Hvenær opnast fjallvegir?
Hvað ræður opnunardegi fjallvega?
Hvernig veit ég hvaða fjallvegir eru opnir?
Umferð um hálendi Íslands hefur aukist verulega á undanförnum árum. Það stafar helst af auknum frítíma, betur búnum jeppum og miklum áhuga á ferðalögum allt árið um kring.
Opnun fjallvega
Hálendi Íslands telsta það land sem er yfir 300 metra hæð yfir sjó. Veðurfar er þar rysjótt og venjulega er hálendið þakið snjó langt fram á sumar. Snjóalög ráða mestu um opnun fjallvega. Bleyta í vegum getur einnig valdið því að vegir opnist seint. Þar sem fjallvegir liggja um friðlýst svæði er mögulegt að þeir séu ekki opnaðir fyrr en svæðið er talið hæft til þess að taka við ferðamönnum, þrátt fyrir að vegirnir séu orðnir auðir og geti borið umferðina.
Ástand fjallvega
Síðan 1989 hafa Vegagerðin og Umhverfisstofnun gefið út kort yfir ástand fjallvega, þau kom út á vorin og fram eftir sumri á meðan einhverjar leiðir eru lokaðar.
Auk þess gefur þjónustudeild Vegagerðarinnar upplýsingar um ástand vega, þar á meðal fjallvega, í síma 1777.
Hætta á skemmdum
Á vorin, meðan snjóa er að leysa og frost er að fara úr jörðu, er mikil hætta á skemmdum á vegum og gróðri. Þetta stafar helst af ótíma-bærri umferð og því, að ekið er utan vega til að krækja fyrir skafla. Einnig getur verið hætta á skemmdum þegar reynt er að koma vélsleðum á snjó að vorlagi. Sumar á hálendinu er aðeins um einn og hálfur mánuður og vaxtartími gróðurs er að sama
skapi stuttur. Gróður er því lágvaxinn og mjög viðkvæmur fyrir öllu raski. Umferð gangandi fólks getur jafnvel skilið eftir sig varanleg merki á gróðrinum. Förum því varlega og sýnum landinu virðingu.
Opnun fjallvega
Í þessari töflu hér að neðan eru upplýsingar um opnunardaga helstu fjallvega landsins og hér fyrir neðan er kort sem sýnir hvar viðkomandi vegir liggja. Fyrstu tveir dálkar töflunnar sýna hvenær árs á undanförnum 5 árum fjallvegir hafa fyrst verið opnaðir og hvenær síðast. Þriðji dálkurinn sýnir meðal opnunardaga á þessum árum. Raunverulegur opnunardagur getur þó orðið annar, þar sem veðurfar og snjóalög á hálendinu ráða mestu um hvenær vegir teljast vera orðnir færir. Nánar upplýsingar um opnun fjallvega birtast á kortum Vegagerðarinnar
og Umhverfisstofnunar, sem gefin eru út á vorin og birtast hér á vefnum.
Einnig veitir þjónustudeild Vegagerðarinnar nánari upplýsingar um ástand vega í síma 1777
Hálendisleiðir | Opnað | Opnað | Opnað | Opnað | Opnað | Opnað | Opnað | Meðalopnun |
2020 – 2024 | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 | 2024 | í fyrsta lagi | í síðasta lagi | 2020-2024 |
Lakagígar, F206 | 12. júní | 25. júní | 1. júlí | 12. júní | 18. júní | 12. júní | 1. júlí | 18. júní |
Fjallabaksleið nyrðri, F208 | ||||||||
1. Sigalda – Landmannalaugar | 19. júní | 12. júní | 23. júlí | 1. júní | 12. júní | 1. júní | 23. júní | 13. júní |
2. Laugar – Eldgjá | 8. júlí | 1. júlí | 6. júlí | 16. júní | 25. júní | 25. júní | 8. júlí | 29. júní |
3. Eldgjá – Skaftártunga | 15. júní | 10. júní | 26. júní | 1. júní | 10. júní | 10. júní | 26. júní | 12. júní |
Fjallabaksleið syðri, F210 | ||||||||
1. Keldur – Hvanngil | 8. júlí | 9. júlí | 15. júlí | 23. júní | 4. júlí | 23. júní | 15. júlí | 6. júlí |
2. Hvanngil – Skaftártunga | 13. júlí | 6. júlí | 5. júlí | 23. júní | 26. júní | 23. júní | 13. júlí | 3. júlí |
Landmannaleið (Dómad.), F225 | 26. júní | 18. júní | 24. júní | 9. júní | 18. júní | 9. júní | 26. júní | 19. júní |
Emstruleið, F261 | 8. júlí | 6. júlí | 15. júlí | 23. júní | 26. júní | 23. júní | 15. júlí | 4. júlí |
Kjalvegur, 35 | ||||||||
1. Gullfoss – Hveravellir | 12. júní | 11. júní | 10. júní | 1. júní | 14. júní | 1. júní | 12. júní | 10. júlí |
2. Hveravellir – Blönduvirkjun | 10. júní | 9. júní | 8. júní | 14. júní | 14. júní | 8. júní | 14. júní | 11. júní |
Sprengisandur, F26 | ||||||||
1. Hrauneyjar – Nýidalur | 9. júlí | 9. júlí | 13. júlí | 21. júní | 13. júlí | 21. júní | 13. júlí | 7. júlí |
2. Nýidalur – Bárðardalur | 9. júlí | 9. júlí | 13. júlí | 21. júní | 10. júlí | 21. júní | 13. júlí | 7. júlí |
Skagafjarðarleið, F752 | 9. júlí | 9. júlí | 13. júlí | 21. júní | 9. júlí | 21. júní | 13. júlí | 7. júlí |
Eyjafjarðarleið, F821 | 24. júlí | 15. júlí | 13. júlí | 23. júní | 11. júlí | 23. júní | 24. júlí | 11. júlí |
Öskjuleið, F88 | ||||||||
1. Inn að Herðubreiðarlindum | 25. júní | 1. júlí | 24. júní | 14. júní | 2. júlí | 14. júní | 2. júlí | 25. júní |
2. Herðubreiðarlindir – Dreki | 25. júní | 1. júlí | 24. júní | 14. júní | 2. júlí | 14. júní | 2. júlí | 25. júní |
Öskjuvatnsvegur, F894 | 26. júní | 6. júlí | 6. júlí | 14. júní | 13. júlí | 14. júní | 13-Jul | 1. júlí |
Hólsfjallavegur, 864 | 29. júní | 18. júní | 31. maí | 30 maí | 2. júlí | 30. maí | 2. júlí | 15. júní |
Kverkfjalaleið, F902 | 25. júní | 30. júní | 27. júní | 20. júní | 28. júní | 20. júní | 30. júní | 26. júní |
Arnardalsleið F905 | 25. júní | 30. júní | 16. júní | 13 júní | 28. júní | 13. júní | 30. júní | 22. júní |
Austurleið F910 | 17. júlí | 22. júlí | 26. júlí | 30. júní | 25. júlí | 30. júní | 26. júlí | 18. júlí |
Uxahryggjavegur, 52 | 4. maí | 3. maí | 2. maí | 5. maí | 3. maí | 2. maí | 5. maí | 3. maí |
Kaldadalsvegur, 550 | 4. maí | 3. maí | 13. júní | 5. júní | 23. júní | 4. maí | 23. júní | 29. maí |