Útboðsnúmer 23-031
Hall­steinsnes – Skála­nes, fyll­ingar

8 september 2023Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 3,6 km kafla. Innifalið í verkinu er bygging um 119 m langrar bráðabirgðabrúar á Gufufjörð.

Helstu magntölur eru:

Helstu magntölur
Vegagerð
Bergskeringar
63.000 m3
Fylling
232.000 m3
Grjótvörn
34.500 m3
Ræsalögn 
156 m
Bráðabirgðabrú
Flutningur brúarefnis
197,5
Boraðir stálstaurar 
384 m
Vegrið á brú 
232 m
Stálvirki, smíði      
11,1 tonn
Stálvirki, yfirborðsmeðhöndlun    
1.007 m2 
Smíði timburgólfa
 119 m

Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með föstudeginum 8. september 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 12. október 2023*.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.

* Við birtingu auglýsingarinnar var tilboðsfrestur til 10. október 2023. Á tilboðstíma var ákveðið að lengja tilboðsfrestinn um tvo daga og hefur dagsetningum hér að ofan verið breytt í samræmi við það.


12 október 2023Opnun tilboða

Opnun tilboða 12. október 2023. Nýbygging Vestfjarðavegar á um 3,6 km kafla. Innifalið í verkinu er bygging um 119 m langrar bráðabirgðabrúar á Gufufjörð.

Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2025.


BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík
1.551.472.490
136,8
713.529.490
Ístak hf., Mosfellsbær
1.361.933.843
120,1
523.990.843
Grafa og grjót ehf., Hafnarfirði
1.194.592.091
105,3
356.649.091
Áætlaður verktakakostnaður
1.134.000.000
100,0
296.057.000
Norðurtak og Skútaberg ehf., Akureyri
995.292.900
87,8
157.349.900
Borgarverk ehf., Borgarnesi
837.943.000
73,9
0

30 nóvember 2023Samningum lokið

Borgarverk ehf.,Borgarnesi
kt. 5406740279

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar og Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks skrifuðu undir verksamning fimmtudaginn 30. nóvember vegna verksins; Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Hallsteinsnes – Skálanes, fyllingar. Verkið er fyrsti áfangi í þverun fjarðanna tveggja en brúargerðin verður boðin út síðar.

Tilboð í verkið voru opnuð 12. október. Borgarverk var með lægsta boð upp á 838 milljónir króna, eða 74 prósent af áætluðum kostnaði. Borgarverk er vel kunnugt staðháttum enda var verktakinn að ljúka við framkvæmdir við veg um Teigsskóg sem opnaður var fyrir umferð 1. desember.

Borgarverk mun hefja framkvæmdir við fyllingar yfir firðina við fyrsta tækifæri. Verkið felst í nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 3,6 km kafla en innifalið í verkinu er bygging um 119 m langrar bráðabirgðabrúar yfir Gufufjörð. Verklok þessa verks eru áætluð 30. september 2025. Ekki liggur fyrir hvenær næsti áfangi verður boðinn út en vonast til að það verði á nýju ári.