Vegrið á Norðursvæði og Vestursvæði 2024
Vegagerðin býður hér með út vegrið á vegum á Vestursvæði og Norðursvæði árið 2024.
Helstu magntölur verksins eru:
Víravegrið (fláavegrið), efni og uppsetning | 772 m |
Endafrágangur víravegrið (fláavegrið), efni og uppsetning | 10 stk |
Bitavegrið, uppsetning | 300 m |
Bitavegrið, rif | 575 m |
Endafrágangur bitavegrið, uppsetning | 2 stk |
Víravegrið (fláavegrið), efni og uppsetning | 2.036 m |
Víravegrið (fláavegrið), uppsetning | 134 m |
Endafrágangur víravegrið (fláavegrið), efni og uppsetning | 10 stk |
Endafrágangur víravegrið (fláavegrið), uppsetning | 2 stk |
Víravegrið, rif | rif 150 m |
Öllum þáttum verksins skal vera lokið að fullu fyrir 15. desember 2024, í samræmi við útboðslýsingu og samningsskilmála.
Tilboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudeginum 28. maí 2024. Skila skal tilboðum rafrænt í sama kerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 11. júní 2024, og er mikilvægt að fylgja öllum leiðbeiningum sem þar koma fram.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur að þessu sinni, en að loknum tilboðsfresti verður öllum bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og framkomin verðtilboð með rafrænum hætti.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Áætlaður verktakakostnaður | 60.983.462 | 100,0 | 10.328.992 |
Rekverk ehf., Akureyri | 50.654.470 | 83,1 | 0 |