Útboðsnúmer 23-050
Rekstur almenn­ings­samgangna á landi á lands­byggð­inni

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst ágúst 2023
    • 2Opnun tilboða
    • 3Samningum lokið

25 ágúst 2023Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út þjónustuverkið „Rekstur almenningssamgangna á landi á landsbyggðinni“. Útboði þjónustuverksins er skipt upp í eftirfarandi 3 verkhluta:

Verkhluti 1: Almenningssamgöngur á Vesturlandi og Norðurlandi

Verkhluti 3: Almenningssamgöngur á Suðurlandi

Verkhluti 4: Almenningssamgöngur á Suðurnesjum

Heimilt er að gera tilboð í einstaka verkhluta eða alla þrjá verkhlutana. Einstökum verkhlutum verður ekki skipt upp. Ekki er heimilt með frávikstilboði að gera tilboð í aðra tilhögun þjónustuverksins en þá sem lýst er í útboðsgögnum.

Til þjónustuverksins heyrir m.a. útvegun skilgreindra rekstrarvagna og fjármögnun þeirra ásamt viðhaldi og rekstri. Óskað er eftir tilboðum frá aðilum sem geta uppfyllt kröfur laga nr. 28/2017 um farþega- og farmflutninga. Samningstími er 1 ár með möguleika á einni framlengingu til 1 árs.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með föstudeginum 25. ágúst 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 26. september 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.