Útboðsnúmer 22-007
Norð­austur­vegur (85) um Brekkna­heiði, Langa­nesvegur – Vatnadal­ur, könn­un á mats­skyldu og hönn­un

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst júlí 2022
    • 2Opnun tilboða ágúst 2022
    • 3Samningum lokið nóvember 2022

25 júlí 2022Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboði í könnun á matsskyldu ásamt for- og verkhönnun fyrir nýframkvæmd.

Norðausturvegar (85) um Brekknaheiði, frá Langanesvegi að Vatnadal. Kaflinn er um 8 km langur og nær frá tengingu við Langanesveg sunnan Þórshafnar að núverandi slitlagsenda í Vatnadal. Hönnun þriggja minni tenginga er hluti af verkinu en lengd þeirra nemur um 300 m. Heildarlengd vega er því um 8,3 km. Hönnun vegamóta Norðausturvegar og Langanesvegar er einnig hluti af verkinu auk hugsanlegra búfjárræsa.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 25. júlí 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 23. ágúst 2022.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Fimmtudaginn 1. september 2022 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð bjóðenda. Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.


23 ágúst 2022Opnun tilboða

Vegagerðin óskaði eftir tilboði í könnun á matsskyldu ásamt for- og verkhönnun fyrir nýframkvæmd Norðausturvegar (85) um Brekknaheiði, frá Langanesvegi að Vatnadal. Kaflinn er um 8 km langur og nær frá tengingu við Langanesveg sunnan Þórshafnar að núverandi slitlagsenda í Vatnadal.

Val bjóðanda fór fram á grundvelli hæfnismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 23. ágúst 2022, var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu. Þriðjudaginn 1. september 2022 voru verðtilboð bjóðenda sem uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat opnuð.

Fimmtudaginn 1. september 2022 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Verkís hf., Reykjavík
45.850.318
223,1
23.648.418
VBV ehf., Reykjavík
25.803.572
125,5
3.601.672
Mannvit hf, Kópavogur
22.201.900
108,0
0
Áætlaður verktakakostnaður
20.553.000
100,0
1.648.900

22 nóvember 2022Samningum lokið

Mannvit hf,Kópavogur
kt. 4305720169