Útboðsnúmer 22-136
Hring­vegur (1-a2), Aurá – Krossá, styrk­ingar og endur­bætur

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst febrúar 2023
    • 2Opnun tilboða mars 2023
    • 3Samningum lokið maí 2023

21. febrúar 2023Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út endurmótun og styrkingu á 1,4 km kafla á Hringvegi (1-a2), frá Aurá að Krossá.

Verkið felst að stærstum hluta til í fræsingu núverandi vegar, lítilsháttar breikkun, jöfnun og útlögn klæðingar.

Verkinu skal að fullu og öllu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2023.

 

Helstu magntölur
Skeringar 
2.100 m3
Lögn stálræsa 
24 m
Fyllingar og fláafleygar 
1.870 m3
Burðarlag 0/22 
2.500 m3
Tvöföld klæðing 
11.070 m2
Gróffræsun 
9.000 m2
Frágangur fláa og vegsvæðis 
10.000 m2

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudeginum 21. febrúar 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 7. mars 2023.

 

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

 

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.


7. mars 2023Opnun tilboða

Opnun tilboða 7. mars 2023. Endurmótun og styrkingu á 1,4 km kafla á Hringvegi (1), frá Aurá að Krossá Verkið felst að stærstum hluta til í fræsingu núverandi vegar, lítilsháttar breikkun, jöfnun og útlögn klæðingar.

Verkinu skal að fullu og öllu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2023.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
JG vélar ehf., Reykjavík
51.308.350
130,0
3.669.630
Framrás ehf., Vík
47.638.720
120,7
0
Áætlaður verktakakostnaður
39.468.496
100,0
8.170.224

5. maí 2023Samningum lokið

Framrás ehf., Vík
kt. 5912890559