Útboðsnúmer 23-078
Borgar­fjörður eystri – Lönd­unar­bryggja 2023

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst september 2023
    • 2Opnun tilboða október 2023
    • 3Samningum lokið nóvember 2023

24. september 2023Útboðsauglýsing

Hafnir Múlaþings óska eftir tilboðum í að byggja harðviðarbryggju við höfnina á Borgarfirði eystra.

Helstu verkþættir og magntölur eru:

·         Jarðvinna: gröftur fyrir landvegg, fylling og grjótvörn,

·         Steypa 25 m landvegg

·         Smíði og uppsetning á 3 grjótkistum úr harðviði

·         Reka niður 4 bryggjustaura úr harðviði

·         Byggja um 156 m² bryggju úr harðviði

·         Uppsetning á 15 stk.DD250 þybbum á bryggju

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. ágúst 2024.

Helstu verkþættir og magntölur
Jarðvinna: gröftur fyrir landvegg, fylling og grjótvörn
Steypa 25 m landvegg
Smíði og uppsetning á 3 grjótkistum úr harðviði
Reka niður 4 bryggjustaura úr harðviði
Byggja um 156 m² bryggju úr harðviði
Uppsetning á 15 stk.DD250 þybbum á bryggju

Tilboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 25. september 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. október 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign


10. október 2023Opnun tilboða

Opnun tilboða 10. október 2023. Hafnir Múlaþings óskuðu eftir tilboðum í að byggja harðviðarbryggju við höfnina á Borgarfirði eystra.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. ágúst 2024.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Héraðsverk ehf., Egilsstöðum
77.706.725
111,3
6.722.474
Úlfsstaðir ehf., Mosfellsbæ
70.984.251
101,7
0
Áætlaður verktakakostnaður
69.816.000
100,0
1.168.251

20. nóvember 2023Samningum lokið

Úlfsstaðir ehf.,Mosfellsbæ
kt. 6406161050