Breið­árlón í Sveitar­félag­inu Hornafirði

  • TegundEfnistaka úr námu
  • StaðaKynningargögn
  • Markmið
      Jákvæð byggðaþróun
  • Svæði
    • Suðurland

Vegagerðin kynnir hér framkvæmd í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fyrirhuguð er efnistaka úr námu E-63, Breiðárlón við Breiðá, vegna viðgerða á rofvörnum Jökulsár á Breiðamerkursandi.

Náman er norðan við Breiðá og um 1,2 km norðaustan við Breiðárlón og er á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Að námunni liggur tæplega 7 km langur slóði frá Hringveginum sem verður nýttur sem námuvegur.

 

Matsskylda námunnar var könnuð í mars árið 2016, samkvæmt 6 gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b., og lá ákvörðun Skipulagsstofnunar fyrir um að framkvæmdin væri ekki matsskyld þann 20. maí 2016.

Við framkvæmdir verður reynt að draga úr raski með því að takmarka framkvæmdasvæðið eins og hægt er. Við frágang verður haft samráð við Sveitarfélagið Hornafjörð um aðgerðir til að gera sárið í landinu sem minnst áberandi.

Með góðri hönnun, frágangi og eftirliti með framkvæmdum er hægt að draga verulega úr neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar á landslag.