Njarð­víkur­skriður

  • TegundVegir
  • StaðaKynningargögn
  • Markmið
      Öruggar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      11. Sjálfbærar borgir og samfélög9. Nýsköpun og uppbygging

Vegagerðin fyrirhugar að ráðast í endurbætur á Borgarfjarðarvegi (94) í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum á um 4,8 km löngum kafla í Borgarfjarðarhreppi. Framkvæmdin getur mögulega raskað fornleifum og fellur því undir 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br., flokk B í 1. viðauka, lið 10.09, því um er að ræða enduruppbyggingu vegar utan þéttbýlis á verndarsvæði. Framkvæmdin hefur verið tilkynnt til Skipulagsstofnunar sem mun taka ákvörðun um matsskyldu hennar.

Framkvæmdin felst í lagfæringu á núverandi vegi til að auka umferðaröryggi og lagningu bundins slitlags. Áætluð efnisþörf í verkið er um 112.000 m3. Miðað er við að taka 20.000 m3 úr námum en annað efni fæst úr skeringum meðfram vegi. Námusvæðin eru á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016, náma B4 Njarðvíkurá og náma B3 Innri-Hvannagilsá. Áætlað er að framkvæmdir hefjist seinnipart ársins 2018 og þeim verði að fullu lokið fyrir haustið 2019.

Vegagerðin telur að framkvæmdin muni hafa óveruleg áhrif á landnotkun, vatn, landslag, gróðurfar, fugla og fiska en jákvæð áhrif á mannlíf, samgöngur, umferðaröryggi og mengun. Mögulegt er að framkvæmdin hafi neikvæð áhrif á menningarminjar. Í kynningarskýrslu er fjallað um framkvæmdina og möguleg áhrif hennar á umhverfið.

Framkvæmdin felst í lagfæringu á núverandi vegi til að auka umferðaröryggi og lagningu bundins slitlags. Áætluð efnisþörf í verkið er um 112.000 m3. Miðað er við að taka 20.000 m3 úr námum en annað efni fæst úr skeringum meðfram vegi. Námusvæðin eru á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016, náma B4 Njarðvíkurá og náma B3 Innri-Hvannagilsá. Áætlað er að framkvæmdir hefjist seinnipart ársins 2018 og þeim verði að fullu lokið fyrir haustið 2019.

Vegagerðin telur að framkvæmdin muni hafa óveruleg áhrif á landnotkun, vatn, landslag, gróðurfar, fugla og fiska en jákvæð áhrif á mannlíf, samgöngur, umferðaröryggi og mengun. Mögulegt er að framkvæmdin hafi neikvæð áhrif á menningarminjar. Í kynningarskýrslu er fjallað um framkvæmdina og möguleg áhrif hennar á umhverfið.