Rann­sóknar­ráðstefna Vega­gerðar­innar 2009

Að þessu sinni voru 160 skráðir þátttakendur á hinni árlegu ráðstefnu um rannsóknir Vegagerðarinnar, sem nú var haldin í 8. sinn. Umfjöllunarefni var fjölbreitt að vanda og m.a. fjallað um hagkvæmnissamanburð á steyptu eða malbikuðu slitlagi, áhrif Kyoto sáttmálans á gæði sements, sandfok á Hringveginn, hagsveiflur og umferðarslys, ýmsar rannsóknir á jöklum, áhrif loftmengunar á sölu astmalyfja og verkefni sem fjallar um félagsleg, efnahagsleg og menningarleg áhrif Héðinsfjarðarganga. Þá flutti Ómar Ragnarsson ráðstefnugestum hugvekju um vegagerð í lok ráðstefnunnar. Við slit ráðstefnunnar gat vegamálastjóri, Hreinn Haraldsson, þess að við stefnum ótrauð að því að halda ráðstefnuna með sama sniði að ári, þrátt fyrir allt krepputal.

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar 2009

Fjölmennt var á ráðstefnuna þrátt fyrir krepputal.

Á ráðstefnunni voru kynnt 19 verkefni sem hafa fengið styrk úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar á þessu og síðasta ári. Það er þó aðeins hluti af þeim fjölda verkefna sem fá styrk, en árið 2009 fengu um 130 verkefni styrk upp á samtals yfir 152 milljónir króna. Umsóknir hafa þó alltaf verið mun fleiri og oft þurft að hafna góðum verkefnum.

Í vegalögum er bundið að a.m.k. 1,5 % af mörkuðum tekjum stofnunarinnar skuli renna til rannsókna og þróunar. Í raun er það þó svo að þessu hefur aldrei verið náð og í fyrirliggjandi tillögu að fjárlögum 2010 er gert ráð fyrir 139 milljón krónum til rannsókna Vegagerðarinnar, en ætti að vera vel yfir 200 milljónir, miðað við áætlaðar markaða tekjustofna Vegagerðarinnar í sömu tillögum. Óljóst er hvernig þessu mun reiða af í framtíðinni.

Skýrslur og niðurstöður rannsókna eru birtar hér á vefnum jafnóðum og þær liggja fyrir.

Nú er hægt að nálgast ágrip af erindum á ráðstefnunni og einnig hægt að skoða glærur sem fyrirlesarar notuðu, sjá hér fyrir neðan


Erindin á ráðstefnunni:

Setning (Þórir Ingason, Vegagerðinni)
Hagkvæmnissamanburður – Steypt eða malbikað slitlag á fjögurra akreina veg (Ásbjörn Jóhannesson, NMÍ) – ágrip
Könnun á virkni mismunandi gerða slitblaða á snjótennur og plóga, hljóðmælingar, áhrif á umhverfi
(Guðrún Jónsdóttir, Eflu og Daníel Árnason, Vegagerðinni) – ágrip
Straumhvörf í mælingum á slit- og skriðeiginleikum íslensks malbiks
(Pétur Pétursson, NMÍ) – ágrip
Áhrif Kyoto sáttmálans á gæði sements
(Ólafur Wallevik, NMÍ)
Sandfok á Hringveginn (Björn H. Barkarson, VSÓ) – ágrip
Leiðbeiningar um veglýsingu utan þéttbýlis. Ákvörðun um uppsetningu, gæðaviðmið og tæknilegar lausnir
(Örn Guðmundsson, VSB verkfræðistofa) – ágrip
Kortlagning svartbletta með ArcGis landupplýsingakerfi
(Hersir Gíslason, Vg) – ágrip
Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga
(Þorsteinn R. Hermannsson, Mannviti) – ágrip
Hagsveiflur, umferð og umferðarslysaþróun á Íslandi
(Guðmundur Freyr Úlfarsson, HÍ) – ágrip
Yfirborðskortlagning íslenskra jökla
(Tómas Jóhannesson, Veðurstofunni) – ágrip
Jökullón í Kverkfjöllum, þróun og jökulhlauphætta
(Magnús Tumi Guðmundsson, HÍ) – ágrip
Jöklabreytingar í Austur-Skaftafellssýslu og áhrif þeirra á framtíðarskipulag samgangna
(Hrafnhildur Hannesdóttir, HÍ) – ágrip
Sannprófun á skilyrðum vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmda
(Katrín Sóley Bjarnadóttir, HÍ) – ágrip
Fuglalíf á endurheimtum vötnum á Vesturlandi
(Svenja Auhage, Náttúrufræðistofnun Íslands) – ágrip
Rannsókn á mannlegum þáttum tengdum umferðaröryggi
(Stefán Einarsson og Haraldur Sigþórsson HR) – ágrip
Áhrif loftmengunar á sölu astmalyfja á höfuðborgarsvæðinu
(Hanne Krage Carlsen, HÍ) – ágrip
Könnun á aðferðum við að koma snjóflóðum af stað
(Harpa Grímsdóttir, Snjóflóðasetri Veðurstofu Íslands á Ísafirði) – ágrip
Áhrif af gerð hjáleiða framhjá þéttbýli
(Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, Verkís) – ágrip
Samgöngubætur og byggðaþróun: Félagsleg, efnahagsleg og menningarleg áhrif Héðinsfjarðarganga á mannlíf á norðanverðum Tröllaskaga
(Þóroddur Bjarnason og Kjartan Ólafsson, Háskólanum á Akureyri) – ágrip