Skeiðarárbrú, lengsta brú landsins, var vígð í júlí 1974, fyrir fimmtíu árum á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Bygging brúarinnar þótti verkfræðilegt þrekvirki á sínum tíma. Með henni var lokið við Hringveginn sem eftir það tengdi byggðirnar umhverfis Ísland í samfellda heild. Í tilefni af þessum tímamótum standa Vegagerðin og sveitarfélagið Hornafjörður fyrir málþingi og hátíðardagskrá föstudaginn 30. ágúst 2024.
Skeiðarárbrú, lengsta brú landsins, var vígð í júlí 1974, fyrir fimmtíu árum á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Bygging brúarinnar þótti verkfræðilegt þrekvirki á sínum tíma. Með henni var lokið við Hringveginn sem eftir það tengdi byggðirnar umhverfis Ísland í samfellda heild. Í tilefni af þessum tímamótum standa Vegagerðin og sveitarfélagið Hornafjörður fyrir málþingi og hátíðardagskrá föstudaginn 30. ágúst 2024.
Málþingið fer fram fer fram í félagsheimilinu Hofgörðum að Hofi í Öræfum frá klukkan 13:00 til 15:00 föstudaginn 30. ágúst 2024. Þar verður fjallað um byggingu Skeiðarárbrúar og hvaða áhrif þessi samgönguframkvæmd hafði fyrir íbúa í Skaftafellssýslum og landsmenn alla. Aðgangur að málþinginu er ókeypis. Boðið verður upp á kjötsúpu fyrir skráða gesti málþingsins milli klukkan 11:30 og 12:30.
Dagskrá málþings
Fundarstjóri: Borgþór Arngrímsson