Við leitum að handlögnum starfsmanni á vélaverkstæði Vegagerðarinnar á Reyðarfirði. Vegagerðin á Austursvæði nær frá Gígjukvísl á Skeiðarársandi að Sandvíkurheiði í Vopnafirði og rekur þjónustustöðvar í Fellabæ, á Reyðarfirði og á Höfn í Hornafirði, ásamt vélaverkstæði á svæðismiðstöð á Reyðarfirði. Starfsmaður þarf að geta sinnt viðhaldi tækja og búnaðar á öllu svæðinu.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir, auk afrita af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 370 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið