Viðhald og eftir­lit með tækj­um og búnaði - véla­verk­stæði Borgar­nesi

  • StarfsstöðVesturland
  • DeildIðnstörf
  • Starfshlutfall100%
  • Umsóknarfrestur2. júní 2025

Við leitum að handlögnum starfsmanni á vélaverkstæði Vegagerðarinnar í Borgarnesi.

Helstu verkefni

  • Þjónusta við vélar, tæki og búnað á starfsstöðinni.
  • Viðhald og eftirlit með vetrarbúnaði, t.d. ferilvöktunarbúnaði, sanddreifurum, snjótönnum, snjóblásurum o.fl.
  • Þjónusta við vegbúnað og mælitæki.
  • Önnur tilfallandi störf.

Hæfniskröfur

  • Sveinspróf sem nýtist í starfi, æskilegt
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi, æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og hæfni að vinna í teymi
  • Gott vald á íslensku
  • Góð tölvufærni
  • Góð öryggisvitund

Frekar upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag iðn- og tæknigreina hafa gert.

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir, auk afrita af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Erlendur Breiðfjörð
Erlendur Breiðfjörð

erlendur.b.magnusson
@vegagerdin.is