Verk­stæð­isformaður á véla­verk­stæði, Reyðar­fjörður

  • StarfssvæðiAusturland
  • Tegund starfsIðnstörf
  • Starfshlutfall100%
  • Umsóknarfrestur11. ágúst 2025

Verkstæðisformaður ber ábyrgð á viðhaldi og viðgerðum á tækjum Vegagerðarinnar á Austursvæði ásamt rekstri og verkefnum vélaverkstæðis á Reyðarfirði.

Helstu verkefni

  • Hefur yfirumsjón með vélaverkstæði Vegagerðarinnar á Reyðarfirði
  • Viðhald og lagfæringar á vinnuvélum og snjómokstursbúnaði Vegagerðarinnar á þjónustustöðvunum í Fellabæ, á Reyðarfirði og á Höfn
  • Viðhald og lagfæringar á vegbúnaði, m.a. veðurstöðvum og myndavélum
  • Ýmis vinna í starfsstöð

Hæfniskröfur

  • Bifvélavirki/vélvirki
  • Meistararéttindi æskileg
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Stjórnunarreynsla er æskileg
  • Æskilegt að umsækjandi hafi vinnuvélaréttindi og meirapróf
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
  • Góð tölvukunnátta 
  • Góð íslenskukunnátta og enskukunnátta
  • Góð öryggisvitund

Frekar upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir, auk afrita af prófskírteinum og ökuréttindum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Sveinn Sveinsson
Sveinn Sveinsson

sveinn.sveinsson
@vegagerdin.is