Véla­maður á Þjón­ustu­stöð í Garða­bæ

  • StarfssvæðiHöfuðborgarsvæðið
  • Tegund starfsIðnstörf
  • Starfshlutfall100%
  • Umsóknarfrestur18. ágúst 2025

Ert þú að leita að fjölbreyttu starfi með góðri blöndu af útivinnu, eftirlit með færð á vegum og almenn vélavinna.

Vegagerðin auglýsir laust starf vélamanns á þjónustustöð í Garðabæ. 

Vélamenn vinna á opnunartíma þjónustustöðvar en eru þar að auki á föstum vöktum frá október-apríl alla daga vikunnar, til að sinna vetrarþjónustu.  

Helstu verkefni

Vélamenn sinna almennri daglegri þjónustu á vegakerfinu á starfssvæði þjónustustöðvarinnar í Garðabæ.

  • Vinna við eftirlit með færð á vegum
  • Vinna við umferðarmerki, vegvísa, stikur, vegrið
  • Holuviðgerðir, ristahlið, hreinsun vegsvæðis
  • Tiltekt og viðhald í áhaldahúsi og lóð

Önnur tilfallandi störf er upp kunna að koma hverju sinni

 


Hæfniskröfur

  • Almenn ökuréttindi skilyrði 
  • Vinnuvélaréttindi æskilegt  
  • Meirapróf æskilegt  
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg  
  • Góð öryggisvitund  
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum  
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp  
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Almenn tölvukunnátta  

Frekar upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélagið Hlíf hafa gert.

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.  

Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir. Mynd af ökuskírteini/ vinnuvélaréttindum þarf að fylgja umsókn.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.  

Brynjar Sigurjónsson
Brynjar Sigurjónsson

brynjar.sigurjonsson
@vegagerdin.is
Bjarni Stefánsson
Bjarni Stefánsson

bjarni.stefansson
@vegagerdin.is