Vegagerðin leitar að framsæknum og árangursdrifnum einstaklingi til að sinna starfi svæðisstjóra Norðursvæðis. Starfið heyrir beint undir forstjóra og svæðisstjóri situr í framkvæmdastjórn Vegagerðarinnar. Svæðisstjóri veitir faglega og stjórnunarlega forystu og ber ábyrgð á framkvæmd stefnu Vegagerðarinnar á svæðinu. Starfsstöð svæðisstjóra er á Akureyri.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 370 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.
Norðursvæði nær frá Bitrufirði í vestri að Vopnafirði í austri. Vegakerfið er um 4000 km langt og á því eru 5 jarðgöng. Þjónustustöðvar eru á Hvammstanga, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík og Þórshöfn og Vopnafirði. Á svæðinu eru reknar umsjónardeild, þjónustudeild og tæknideild og þar starfa um 55 starfsmenn. Starf svæðisstjóra er laust frá 01.04.2026
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.