Smið­ir í vinnu­flokki á Suður­landi

  • StarfssvæðiSuðurland
  • Tegund starfsIðnstörf
  • Starfshlutfall100%
  • Umsóknarfrestur19. ágúst 2025

Vegagerðin óskar eftir öflugum og úrræðagóðum einstaklingum í starf smiðs í vinnuflokki sem sinnir viðhaldi brúa á suður- og austurlandi þar sem Vegagerðin er veghaldari. Starfið getur hentað nemum í húsasmíði eða öðrum vönum byggingarverkamönnum.

Starfsmenn vinnuflokka vinna almennt á virkum dögum, nokkuð langa vinnudaga þar sem önnur hvor vika er styttri en hin. Unnið er úti allan ársins hring. Þegar svo ber undir gæti þurft að vinna í 10 daga úthaldi. 

Vinnuflokkar eru hluti af viðbragðskerfi Vegagerðarinnar vegna náttúruvár og geta verið kallaðir til starfa með stuttum fyrirvara þegar brýr verða fyrir skemmdum vegna flóða. 

Ef þú hefur reynslu af verklegum framkvæmdum, býrð yfir góðri samvinnuhæfni og hefur áhuga á að taka þátt í mikilvægu viðhaldsstarfi á vegakerfi landsins - þá viljum við heyra frá þér.

Helstu verkefni

Helstu verkefni eru smíðar og samsetning móta og mannvirkja sem tengjast smíðum og viðhaldi brúa.

  • Viðhald brúa
  • Ýmis störf tengd framleiðslu á hlutum tengdum vega- og brúargerð
  • Viðhald á búnaði vinnuflokksins

Hæfniskröfur

  • Sveinspróf í húsasmíði æskilegt
  • Vinnuvélaréttindi æskileg
  • Reynsla af smíði, steypu- og múrvinnu er kostur
  • Góð öryggisvitund
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
  • Gott vald á íslensku
  • Almenn tölvukunnátta
  • Almenn ökuréttindi

Frekar upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið. 

Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Sigurjón Karlsson
Sigurjón Karlsson

sigurjon.karlsson
@vegagerdin.is