Framundan eru spennandi en jafnframt krefjandi tímar við uppbyggingu og viðhald vegakerfisins á Íslandi og leitar Vegagerðin að árangursdrifnum einstaklingi með sterka greiningarhæfni til að taka þátt í þeirri vegferð með okkur.
Stoðdeild, sem er á Mannvirkjasviði Vegagerðarinnar, sér m.a. um burðarþolsmælingar og ástandsmælingar á vegakerfinu og vantar okkur starfskraft til að hjálpa okkur við greiningar og úrvinnslu þeirra gagna sem eru grunnur fyrir ákvarðanatöku og forgangsröðun styrkinga- og viðhaldsverkefna á landsvísu.
Að vera hluti af teymi sem sér um ofangreint verkefni með sérstakri áherslu á:
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir, auk afrita af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.