Ertu rafvirki og hefur áhuga á jarðgöngum?
Þjónustudeild leitar að öflugum starfsmanni til að sinna viðhaldi og þjónustu í jarðgöngum á Norðursvæði.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins, með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfniskröfur sem óskað er eftir. Mynd af ökuskírteini/ vinnuvélaréttindum/meiraprófi þarf að fylgja umsókn.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.