Vilt þú taka þátt í verkefnum sem skipta máli fyrir samfélagið? Vegagerðin hefur það hlutverk að byggja upp, viðhalda og reka samgöngukerfi landsins. Við leitum nú að deildarstjóra umsjónardeildar á Austursvæði til að leiða fjölbreytt og krefjandi verkefni við stýringu nýframkvæmda og viðhalds á svæðinu. Svæðismiðstöð er á Reyðarfirði en mögulegt verður að sinna starfi að hluta frá þjónustustöð í Fellabæ.
Umsjónardeildir svæða hafa umsjón og eftirlit með þeim framkvæmdum sem svæðum eru falin. Í samráði við mannvirkjasvið annast umsjónardeild viðhald bundinna slitlaga, styrkingar og endurbætur ásamt efnisvinnslu á svæðinu.
Deildarstjóri leiðir starfsemi umsjónardeildar og sýnir gott fordæmi í öryggismálum. Deildarstjóri hefur yfirsýn yfir stöðu verkefna, framgang þeirra og kostnað.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir, auk afrita af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 370 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið