Í skýrslunni er að finna greiningu flóða í íslenskum vatnsföllum, eitt blað fyrir hverja rennsliröð (vatnshæðarmæli). Skýrslan er í lausblaðaformi til þess að hægt sé að bæta við nýjum flóðagreiningum eða skipta þeim út, t.d. þegar nýir rennslislyklar eru teknir í notkun. Sýnt er hæsta rennsli einstakra ára í þeim mælistöðvum sem flóðagreiningin nær til, ásamt reiknuðum endurkomutíma flóða. Yfirlit er yfir sögu vatnshæðarmælinga á hverjum stað og minnst á vandamál við mælingarnar. Greint er frá því hvers konar flóð er helst um að ræða á hverjum stað og getið um hæsta flóð sem mælingar ná til. Sýnd eru skarvegin langíma meðaldagsgildi ásamt dæmigerðu ári.
Hilmar Björn Hróðmarsson, Njáll Fannar Reynisson, Ólafur Freyr Gíslason
Óðinn Þórarinsson, Jórunn Harðardóttir
Flóð íslenskra vatnsfalla – Flóðagreining rennslisraða (skýrsla um verkefnið Rannsóknir á flóðum íslenskra vatnsfalla)