Markmið verkefnisins var að nota myndgreiningartækni til að greina næstum því slys en slíkt hefur áður einungis verið hægt með handtalningum. Til að geta framkvæmd næstum því slysa greiningar þarf að hafa upplýsingar um ferla vegfarenda, hraða og tíma milli þess að ferlar skerist. Gatnamótin Kringlumýrarbraut-Háaleitisbraut voru skoðuð dagana 11-15 júní 2024. Umferðarmyndavélar frá Miovision voru notaðar við framkvæmd verkefnisins. Flest skráð atvik voru milli ökutækja á óvörðum vinstri beygjum straumum.Alvarlegustu atvikin voru milli ökutækja og óvarða vegfarendur við hægri beygju framhjáhlaup og þegar ökutæki voru að keyra beint áfram á Kringlumýrarbraut og vegfarendur á rafskútum og reiðhjólum voru að fara yfir á rauðu gangbrautarljósi. Greining á næstum því slysum getur verið ágætis verkfæri til að leggja mat á umferðaröryggi við gatnamót og við göngu- og hjólaþveranir og til að kortleggja hættulegustu staði gatnamótanna. Niðurstöður geta nýst við fyrir/eftir greiningar til að meta bætingar á umferðaröryggi við breytingar á gatnamótum. Þá getur greiningin einnig verið notuð til viðbótar við hefðbundna slysagreiningu milli 3. og 4. stigs umferðaröryggisrýni fyrir ný umferðarmannvirki. Með greiningartækni Miovision er hægt að láta greina alla umferðarstrauma við gatnamót en það er einnig hægt að velja ákveðna umferðarstrauma og skoða þá sérstaklega.
Ragnar Gauti Hauksson
Ólafur Sveinn Haraldsson, Katrín Halldórsdóttir, Ragnar Gauti Hauksson
Greining á næstum því slysum á gatnamótum