PDF · Útgáfa NR-1800-1037 — nóvember 2024
Skoð­un á teng­ingum milli forsteyptra stöpulein­inga

Markmið þessarar rannsóknar var að hanna og prófa nýja tengingu sem gæti nýst við byggingu forsteyptra mannvirkja, þá sérstaklega við byggingu landstöpla
brúa. Í rannsókninni voru kostir og gallar forsteyptra eininga metnir og farið var yfir mismunandi tegundir tenginga á milli slíkra eininga. Tvær yfirtegundir tenginga eru samsteyputengingar og svokallaðar þurrar tengingar. Þær voru skoðaðar ásamt mismunandi útfærslum á hvorri um sig og kostir og gallarmetnir. Tvö prófstykki voru hönnuð og smíðuð í 37,5% skala. Fyrra prófstykkið var hefðbundin U-lykkjutenging (samsteyputenging) og það síðara ný skúffutenging (þurr tenging). Nýja tengingin byggir á að einingarnar hafa tappa og nót úr stálskúffum sem síðan eru boltaðar saman. Prófstykkin voru bæði prófuð gagnvart skeráraun. Niðurstöður sýndu að nýja tengingin er auðveld í smíði og samsetningu og þoldi heldur meira álag en reiknað var með að hún þyldi.

Skjámynd 2025-07-28 124448
Höfundur

Ester María Eiríksdóttir

Ábyrgðarmaður

Guðbrandur Steinþórsson, Jóhann Albert Harðarson, Ólafur Sveinn Haraldsson, Helgi S. Ólafsson

Skrá

nr_1800_1037_skodun-a-tengingum-milli-forsteyptra-stopuleininga-.pdf

Sækja skrá

Skoðun á tengingum milli forsteyptra stöpuleininga