Forritið VegLCA reiknar losun yfir lífsferil samgöngumannvirkja, niðurstöður forritsins er síðan hægt
að nota til þess að greina og lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Forritinu er skipt upp í tvo hluta,
fyrri hlutinn er ætlaður fyrir verk á verkhönnunarstigi (mellomfase) og seinni hlutinn er ætlaður fyrir
verk á loka stigi hönnunar (senfase) og er sá hluti mun ítarlegri.
Forritið var prófað á íslenskum samgöngumannvirkjum, vegi, stálbrú og steyptri brú. Greint var hvernig
mannvirkin pössuðu inn í forritið og hvaða erfiðleikar komu upp við notkun þess. Einnig voru
niðurstöður úr forritinu bornar saman við niðurstöður eldri vistferilsgreiningar sem hafa verið
framkvæmdar á sambærilegum mannvirkjum.
Niðurstöður verkefnisins voru að aðlaga þyrfti forritið þónokkuð ef það yrði tekið í notkun hér á landi.
Efnisval og losunartölur forritsins þyrfti að aðlaga að íslenskum aðstæðum, þannig að reiknuð losun
forritsins fyrir íslenskt samgöngumannvirki yrði sem nákvæmust. Einnig myndi sú breyting einfalda
notkun forritsins töluvert.
Niðurstöður benda til þess að hægt sé að nýta lífsferilsgreiningaforrit, líkt og VegLCA, í íslenskri
vegagerð sem tól til þess að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngumannvirkjum.
Höfundar telja samt sem áður tilefni til þess að aðlaga forritið betur að íslenskum aðstæðum til þess
að niðurstöður þess gefi sem réttustu mynd af losun frá samgöngumannvirkjum við íslenskar
aðstæður.
Bergrós Arna Sævarsdóttir, Iðunn Daníelsdóttir, Sigurður Bjarnason
nr_1800_871_hvernig-ma-nyta-veglca-vid-honnun-og-gerd-islenskra-samgongumannvirkja.pdf
Sækja skráHvernig má nýta VegLCA við hönnun og gerð íslenskra samgöngumannvirkja