PDF · Útgáfa RH-02-23 — mars 2023
Grím­svatna­hlaup, vatns­geym­ir, upphaf og rennsli (greinar­gerð um verk­efnið 2022)

Hér er gerð grein verkum sem unnið var að með stuðningi Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar í
verkefninu: Grímsvatnahlaup: Vatnsgeymir, upphaf og rennsli.
Grímsvötn eru í lægð Grímsvatnaöskjunnar í miðjum Vatnajökli (1. mynd). Þarna er stærsta
jarðhitasvæði landsins og auk bræðsluvatns af jökulyfirborði safnast þar vatn sem bráðnar vegna
jarðhita við jökulbotninn. Ofan á Grímsvötnum er íshella, um 300 m þykk að jafnaði, sem flýtur
upp með aukinni vatnssöfnun. Öðru hvoru brestur ísstíflan sem heldur að vatninu til austurs,
göng myndast í ísinn við jökulbotn og vatn hleypur við jökulbotn frá Grímsvötnum til
Skeiðarársands.
Helstu niðurstöður vinnu á árinu 2022 við könnun á aðstæðum í Grímsvötnum eru kynntar hér
m.a. vatnshæð, flatarmál og rúmmál Grímsvatna, lega vatnsrása, mat á þykkt íshellu, vöktun
ísstíflu, mat á líklegu hámarksrennsli í hlaupum, rennsli frá Grímsvötnum ásamt mati á núverandi
stöðu í Grímsvötnum og líklegri þróun þar. Einnig afkomu ísaviðs Grímsvatna, lögun þess,
ísskrið og afrennsli leysingavatns til þeirra og jökulhlaup í október 2022.
Höfundar skýrslunnar bera ábyrgð á innihaldi hennar. Niðurstöður hennar ber ekki að túlka sem
yfirlýsta stefnu Vegagerðarinnar eða álit þeirrar stofnunar sem höfundar starfa hjá.

Skjámynd 2025-07-10 141238
Höfundur

Finnur Pálsson, Eyjólfur Magnússon

Skrá

nr_1800_025_grimsvotn-vatnsgeymir-upphaf-og-rennsli-.pdf

Sækja skrá

Grímsvatnahlaup, vatnsgeymir, upphaf og rennsli (greinargerð um verkefnið 2022)