Um er að ræða yfirlit ársins 2018 um könnun á aðstæðum í Grímsvötnum: vatnshæð, legu vatnsrása, mat á þykkt íshellu, flatarmáli og rúmmáli Grímsvatna, hæð og styrk ísstíflu, mat á líklegu hámarksrennsli í hlaupum, mælingum á rennsli úr Grímsvötnum, mati á núverandi stöðu í Grímsvötnum og áframhaldandi
vöktun ísstíflu. Einnig afkomu ísaviðs Grímsvatna, lögun þess, ísskrið, og afrennsli leysingavatns til þeirra. Höfundur skýrslunnar ber ábyrgð á innihaldi hennar. Niðurstöður hennar ber ekki að túlka sem yfirlýsta stefnu Vegagerðarinnar eða álit þeirrar stofnunar sem höfundur starfar hjá.
Finnur Pálsson
Grímsvatnahlaup, vatnsgeymir, upphaf og rennsli (greinargerð um verkefnið 2018)