PDF · febrúar 2007
Uppgræðsla vegfláa með innlend­um úthaga­tegund­um – fram­vindu­skýrsla 2

Grastegundir eru yfirleitt notaðar við uppgræðslu vegfláa. Mælt hefur verið með því að
nota endingargóðar lágvaxnar og ólystugar grastegundir svo sem snarrótarpunt ,
sauðvingul og íslenskan túnvingul. Augljós galli þeirrar notkunar er þó að vegfláinn sker
sig oft úr umhverfinu með þeim hætti að ekki eru sömu tegundir í honum og fyrir utan
hann. Grastegundir þarfnast tíðrar áburðargjafar ef þær eiga að vaxa vel. Á haustin er
efsti hluti vegfláans oft sleginn til að minnka snjósöfnun. T.d. sést oft að snarrótarpuntur
vex það vel að slá þarf efsta hluta vegfláans. Margar innlendar úthagategundir vaxa hins
vegar vel án áburðargjafar og falla algjörlega um haust. Þá verður lítil sem engin sina
eftir sem bundið getur snjó. Þörf var á að reyna nýjar plöntutegundir sem falla að því
markmiði að vera líkar úthagagróðri, vera endingargóðar og mynda litla sinu.

Skjámynd 2025-07-09 125809
Höfundur

Jón Guðmundsson

Skrá

uppgr_vegflaa_uthagateg-framvindusk2.pdf

Sækja skrá

Uppgræðsla vegfláa með innlendum úthagategundum – framvinduskýrsla 2