Í Maí 2006 sömdu Veðurstofa Íslands, Vegagerðin, Flugmálastjórn og Siglingastofnun um
endurbætur á veðurspákerfi því sem sett var upp innan HRAS verkefnisins. Veðurstofa Íslands (VÍ)
samdi síðan við Reiknistofu í Veðurfræði (RV) um þessar endurbætur. Sá samningur var gerður
innan stærra verkefnis sem kallast Reikningar á veðri (RÁV). Í HRAS samningnum voru ákvæði
um vörður til að marka framvindu verkefnisins. Meðal annars var gert ráð fyrir að lokaskýrsla yrði
lögð fram 1. júní 2007 og yrði gengið frá lokagreiðslu að henni samþykktri. Verulegar tafir urðu á
þeirri skýrslu.
Halldór Björnsson, Ólafur Rögnvaldsson
Þróun á HRAS-veðurspárkerfinu, með áherslu á samgöngur – Lokaskýrsla