PDF · Útgáfa RaUm012SK1 / 118935 — janúar 2003
Slysa­tíðni breyttra jeppa – Áfanga­skýrsla I

Þessi skýrsla var unnin fyrir hönd Rannsóknarráðs umferðaröryggismála (RANNUM)

Skýrslan lýsir framkvæmd og niðurstöðum fyrsta áfanga í rannsókn á
slysatíðni breyttra jeppa. Markmið verkefnisins er að kanna hvort
munur er á slysatíðni breyttra og óbreyttra jeppa, hvort munur er á
notkun jeppa í þessum tveimur hópum og hvort munur er á bakgrunni
umráðamanna þessara bifreiða. Þá var einnig kannað hvort munur er á
tilhneigingu ökumanna breyttra og óbreyttra jeppa til áhættuhegðunar
í umferðinni. Úrtak 3385 óbreyttra og breyttra jeppa af þremur
algengum gerðum, sem nýskráðir voru á árunum 1991–2000 var
fengið úr ökutækjaskrá. Þá voru fengnar upplýsingar um skráð slys og
óhöpp sem bifreiðar í úrtakinu lentu í á sama árabili. Könnun var gerð
meðal úrtaks um 1400 umráðamanna breyttra og óbreyttra jeppa. Með
henni fengust upplýsingar um áætlaða árlega akstursvegalengd
jeppanna, notkunarmynstur þeirra og áhættutilhneigingu ökumanna.
Helsta niðurstaðan sem fengist hefur í þessum áfanga er sú að
slysatíðni breyttra jeppa er marktækt lægri en fyrir óbreytta jeppa af
sömu gerðum en ekki fannst marktækur munur á áætlaðri árlegri
akstursvegalengd milli hópanna. Breyttir jeppar eru 21% af úrtakinu
en hlutfall þeirra í slysum og óhöppum samkvæmt lögregluskýrslum
er 9%. Þetta jafngildir því að slysatíðni breyttra jeppa í úrtakinu er 7%
en slysatíðni óbreyttra jeppa er 19%. Slys með breyttum jeppum urðu
innan þéttbýlis í 82% tilfella en 72% slysa með óbreyttum jeppum
urðu innan þéttbýlis. Enn liggja óunnin gögn um skiptingu eftir
tegundum slysa og gögn um fylgni milli einstakra atriða í bakgrunni
ökumanna og slysatíðni.

Skjámynd 2025-07-11 131318
Höfundur

Árni Jónsson, Skúli Þórðarson, Guðmundur Freyr Úlfarsson, Daniel J. Evans

Verkefnastjóri

Árni Jónsson

Skrá

slysat_breyttra_jeppa2002.pdf

Sækja skrá

Slysatíðni breyttra jeppa – Áfangaskýrsla I