Umferðaröryggisúttekt vega er einn þáttur umferðaröryggisstjórnunar. Umferðaröryggisúttekt felst í því að reglulega fer fram skoðun á vegakerfinu þar sem sjónum er beint að ýmsum öryggisþáttum í þeim tilgangi að finna það sem betur má fara. Verklagsregla 5.6.1 fjallar um umferðaröryggisúttekt og eru þær leiðbeiningar sem hér fara á eftir um það hvernig standa skuli að úttektinni. Leiðbeiningarnar voru m.a. unnar fyrir fé úr Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar.
Skúli, Þórðarson, Vegsýn ehf, Guðni P. Kristjánsson, Hnit hf