PDF · janúar 2010
Umferðarör­yggis­áætlan­ir sveitar­félaga – Leið­bein­ingar

Á árunum 1999-2008 létust að meðaltali um 23 einstaklingar og um 1.400 slösuðust á hverju ári í umferðinni á Íslandi. Frá 1991 til 2004 var þróunin sú að látnum og alvarlega slösuðum í umferðinni fækkaði að jafnaði en síðustu þrjú ár hefur aukningin, m.v. meðaltal fimm ára á undan, verið á bilinu 11-26% [Umferðarstofa, 2009a].

Samkvæmt mati Hagfræðistofnunar má ætla að heildarkostnaður vegna umferðarslysa á Íslandi á hverju ári sé um 27-37 milljarðar króna á núvirði (haust 2009). Slysakostnaði má skipta í útgjöld samfélagsins og einstaklingsbundið tjón. Samfélagslegur kostnaður er talinn vera um 60% af heildarkostnaðinum. Það er sá kostnaður sem fellur beint á samfélagið og felst m.a. í kostnaði við löggæslu, sjúkraflutninga, læknisþjónustu og í slysabótum frá tryggingafélögum og Tryggingastofnun. Einstaklingsbundið slysatjón, það tjón sem slysaþolar og aðstandendur þeirra verða fyrir, er að talsverðu leyti huglægt en beinn kostnaður einstaklinga felst m.a. í framleiðslu- eða tekjutapi. Þessar tölur benda til þess að fyllsta ástæða sé til að skoða umferðarslys sem alvarlegt efnahagsvandamál [Hagfræðistofnun, 1996].

Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélag - Leiðbeiningar
Skrá

umforyggisaaetl_sveitarfel.pdf

Sækja skrá