PDF · ágúst 2017
Sjálf­virkt meðal­hraða­eftir­lit – hugs­anleg innleið­ing

Það verkefni sem hér um ræðir er framhald á skýrslunni „Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit – Val á vegköflum og mat á ávinningi“ (Mannvit, 2017). Þar er búið að meta, út frá slysagögnum, hraðamælingum og fleiri þáttum, hvaða kafla þjóðvegakerfisins ætti að setja í forgang ef taka á upp sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit.

Í þessu framhaldsverkefni, sem unnið er í samstarfi við umferðardeild Vegagerðarinnar, eru nokkrir vegkaflar úr þeirri skýrslu greindir nánar, gerðar tillögur að staðsetningu myndavéla innan vegkaflans og kostnaður við uppsetningu og rekstur áætlaður. Verkefnið á þannig að mynda grunn að innleiðingaráætlun sem getur orðið hluti af umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Einblínt er á
eftirfarandi vegkafla úr fyrri skýrslu:
1. 43-1: Grindavíkurvegur: Frá Reykjanesbraut til Gerðavalla
2. 1-d2: Hringvegur: Frá Skeiðavegi til Gaulverjabæjarvegar
3. 51-01: Akrafjallsvegur: Frá Hringvegi til Akranesvegar
4. 82-3: Ólafsfjarðarvegur: Frá Hauganesvegi til Dalvíkur, barnaskóla
5. 1-a8: Hringvegur: Frá Skaftártunguvegi til Hrífunesvegar.

Hér eru helstu niðurstöður dregnar saman en frekari umfjöllun má finna í meginmáli.

Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit – hugsanleg innleiðing
Höfundur

Mannvit

Skrá

sjalfvirkt-medahradaeftirlit-hugsanleg-innleiding.pdf

Sækja skrá