PDF · júní 2006
EuroRAP á Íslandi – Forkönn­un

Allt frá stofnun FÍB fyrir 74 árum hefur örugg umferð verið eitt af höfuðmarkmiðum félagsins. Félagið hefur frá upphafi starfað ötullega að umferðaröryggismálum og í anda umferðaröryggismarkmiða sinna er félagið nú byrjað að meta öryggisþætti íslenska vegakerfisins með aðferðum EuroRAP.

EuroRAP eru samtök 25 bifreiðaeigendafélaga í jafnmörgum löndum Evrópu, stofnuð árið 2000 að frumkvæði FIA, alþjóðasamtaka bifreiðaeigendafélaga. Auk FIA eru 14 opinberar stofnanir nokkurra Evrópulanda eins og t.d sænska vegagerðin, stuðningsaðilar við EuroRAP. Þá eru Evrópusambandið, FIA Foundation Toyota
og AA Trust í Bretlandi fjárhagslegir bakhjarlar. Hliðstæð verkefni eru komin af stað í Ástralíu, Bandaríkjunum og Canada undir merkjum AusRAP, USRAP og CanRAP

Hlutverk EuroRAP er að gera gæðamat á vegum út frá slysasögu og mati á öryggi veganna samkvæmt stöðluðum aðferðum. Félag íslenskra bifreiðaeigenda gerðist þátttakandi í EuroRAP í árslok 2004 og hefur félagið nú hafið öryggismat á helstu vegum í nágrenni Reykjavíkur á árinu 2006 samkvæmt þessu kerfi.

EuroRAP hefur þegar sannað gildi sitt í þeim löndum þar sem það er komið vel á veg Í Danmörku hefur dauðaslysum fækkað svo mjög að árlega farast færri Danir í umferðarslysum en árið 1938 þrátt fyrir margfaldan bílafjölda og margfalt meiri og hraðari umferð. Fækkun slysa hefur augljóslega í för með sér gríðarlegan þjóðhagslegan sparnað og því hlýtur að teljast eðlilegt að samfélagið styrki þtta starf FÍB.

EuroRAP á Íslandi - Forkönnun
Skrá

eurorap-skyrsla.pdf

Sækja skrá