Við gatnamót Suðurstrandar/Nesvegs var skipt út umferðarljósum haustið 2021. Eftir
breytingu eru umferðarljósin með algræna umferðarljósastýringu (e. „All-Green“ ljósafasa)
og er tilgangurinn með framkvæmdinni að auka umferðaröryggi gangandi. Umferðarljósastýring telst algræn þegar öll gönguljós við tiltekin gatnamót verða græn á sama tíma og
akstursstraumar fá rautt á meðan. Ljósin voru áður með grænt gönguljós samhliða akstursstefnu.
Með framkvæmdinni myndaðist tækifæri til að afla gagna um ástand fyrir og eftir
breytingu til að meta áhrif hennar á umferðaröryggi. Aðferðarfræðin snýst um að taka upp
myndefni við gatnamótin og nota myndgreiningartækni til að meta fjölda hættulegra
atburða („næstum-því-slysa“) sem koma að öðru leiti ekki fram í hefðbundinni slysatölfræði.
Herdís Birna Hjaltalín, Davíð Guðbergsson
Áhrif á öryggi virkra ferðamáta vegna algrænna umferðarljósa