PDF · Útgáfa UU-05 / 2970-218 — febrúar 2017
Umferðar­upplýs­ingar til vegfar­enda beint í bílinn, 2. útgáfa

Flestar Evrópuþjóðir hafa komið sér upp kerfi sem miðlar upplýsingum um umferð og ástand vega til
vegfarenda um FM-útsendingar. Náðst hefur breið samstaða milli opinberra aðila, bílaframeiðenda,
viðtækjaframleiðenda og fl. um að byggja upp samræmt kerfi til upplýsingagjafar beint til ökumanns.
Önnur tækni TPEG er einnig að ryðja sér til rúms en hún byggir á stafrænni miðlun upplýsinga um
stafrænt útvarp DAB/DAB+ og internetið.
Umferðarupplýsingakerfi sem fela í sér rauntíma upplýsingar til vegfarenda um FM-útvarp eru ekki
í boði hér á landi. Útvarpsstöðvar eru duglegar að koma upplýsingum til vegfarenda inn í dagskrána,
skv upplýsingum frá Vegagerðinni. Einnig má nálgast upplýsingar um færð og ástand vega á vef
Vegagerðarinnar, í textavarpi, talvél, af ljósaskiltum og á farsímavef Vegagerðarinnar
m.vegagerdin.is.
Umferðarupplýsingakerfi eins og það sem hér er fjallað um, myndi koma sér vel fyrir vegfarendur og
myndi reynast atvinnubílstjórum og ferðamönnum sérstaklega vel.
Verkfræðistofan EFLA hf hefur annast gerð annarar útgáfu af þessarar skýrslu. Frá því skýrslan kom
út, í nóvember 2012, hafa orðið töluverðar breytingar hvað varðar tæknilegar útfærslur og kostað við
notkun þeirra.
Helstu breytingar sem nú eru gerðar eru þær að kaflinn um TMC sendingar um FM útvarpstækni og
FM-dreifikerfi er aukinn, auk kaflans um DAB+ sem eru stafrænar útsendingar sem taka við af FM
útsendingunum í framtíðinni.
Fundað var með helstu hagsmunaaðilum sem málið snýr að, s.s. Póst og fjarskiptastofnun, RÚV,
Vodafone og Garminbúðinni. Einnig var reynt að hafa samband við bílaumboðin, án árangurs.

Skjámynd 2025-07-11 134319
Höfundur

Reynir Valdimarsson, Kristinn Hauksson,

Ábyrgðarmaður

Kristinn Hauksson

Verkefnastjóri

Kristinn Hauksson, Nicolai Jónasson

Skrá

umferdarupplysingar-til-vegfarenda-beint-i-bilinn.pdf

Sækja skrá

Umferðarupplýsingar til vegfarenda beint í bílinn, 2. útgáfa