Í þessu verkefni fengu hjólreiðamenn tækifæri til að senda inn ábendingar um hættur í
hjólaumhverfinu í Reykjavík auk þess sem hægt var að skrá slys sem hjólreiðamaður hafði lent í.
Ábendingarnar og skráningar á slysum voru gerðar á beintengdu korti sem hægt er að hafa í
snjallsíma. Kortið er að finna á vefnum www.bikemaps.org. Bent er á að þessi aðferð, að fá
upplýsingar beint frá hjólreiðamönnum, sé góð viðbót við almenna skráningum, til dæmis á
slysum og geti m.a. komið að góðum notum við skipulag í borgarumhverfinu.
160 merkingar voru settar inn á kortið á því tímabili sem notað er í þessu verkefni. Það voru
17 merkingar um slys, 26 um nærri slys og 117 um hættur. Algengasta hættan sem bent var á, var
blint horn, gjarnan þar sem eru undirgöng undir umferðarmikla vegi. Í því sambandi er einnig
bent á að slík undirgöng virðast oftast bara vera hönnuð miðað við gangandi vegfarendur, þar
sem þau enda oft í 90° beygjum. Þrátt fyrir þetta er aðeins eitt af 17 slysum sem nefnd eru í
tengslum við undirgöng.
Í skýrslunni er farið nánar yfir ábendingar á mismunandi stöðum og settar fram tillögur um
breytingar og lagfæringar í því samandi.
Fram kemur að þetta sé afmarkað verkefni, sem gefur ákveðnar vísbendingar, en ef yfirvöld
nýta áframhaldandi skráningar til hjálpar við skipulag, viðhald og fleira sem að hjólaumferð lýtur
gæti það hjálpað til við að auka hana eins og stefnt hefur verið að í skipulagsáætlunum
Reykjavíkurborgar.
Jamie McQuilkin
kortlagning-haettulegra-stada-hindranir-og-otti-hjolreidamanna-a-hofudborgarsvaedini-a-ensku.pdf
Sækja skráKortlagning hættulegra staða, hindranir og ótti hjólreiðamanna á höfuðborgarsvæðinu